Þorsteinn V. kynjafræðingur fór illa með venjulega konu

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, InnlentLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Það var áhugavert að lesa spjallið við Ester í Bónus eins og hún hefur verið kölluð frá því að Þorsteinn V. sigaði þúsundum manna á hana. Ástæðan, hefndaraðgerð af því bókin hans fór ekki í sölu í Bónus.

„Þetta var allt saman svo skrítið og fáránlegt. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Að fara í vinnuna einn daginn, segja nei og fá svo þessi svakalegu viðbrögð,“ rifjar Ester upp.

Ester er einlæg og segir eins og satt er, hún hefur aldrei lent í öðru eins. Hvernig hefndarþorsti Þorsteins V. kynjafræðings skók líf hennar og tilveru geta sennilega fáir ímyndað sér. Allt út af lélegri bók sem enginn spurði eftir. Aðdáunarvert að lesa hvernig vinnuveitandi stóð með henni. Að sjálfsögðu, þannig eiga vinnuveitendur að vera gagnvart starfsfólki sínu. Samt er ekki á vísan að róa. Fer eftir því hvort stjórnandi er þátttakandi í bergmálshelli hugmyndafræða sem t.d. Þorsteinn V. reyndi að koma á framfæri í bók sinni.

Þorsteinn V virðist ekki kunna að skammast sín. Hann reyndi að bera í bætifláka fyrir sig. Hann hefur enga afsökun sem er nógu góð til að fyrirgefa það ofbeldi sem hann beitti sárasaklausan einstakling sem vann vinnuna sína.

Hér má lesa spjall við Ester í Bónus.

Skildu eftir skilaboð