Sóley Organics: Lífrænt vottaðar húðsnyrtivörur úr hreinni íslenskri náttúru - DV
Mánudagur 13.maí 2024
FókusKynning

Sóley Organics: Lífrænt vottaðar húðsnyrtivörur úr hreinni íslenskri náttúru

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 25. mars 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sóley Organics framleiðir náttúrulegar og lífrænar vörur, án allra skaðlegra efna,“ segir Vala Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Sóley Organics, en eitt af stóru markmiðum fyrirtækisins er að vera nokkurs konar mótvægi við þá mengun sem neyslusamfélag hefur í för með sér og vonandi veita fólki hugarró með fallegri hágæðavöru sem er aðeins búin til úr bestu mögulegu hráefnum.

„Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á áfyllingu á flestöllum vörum í búðinni okkar í Bæjarhrauni, einnig bjóða Heilsuhúsin upp á áfyllingu á sápum og sjampói. Það er að færast í aukana sem leið fyrir neytendur til að leggja sitt af mörkum til náttúrunnar og gerir okkur kleift að lækka verð vörunnar þar sem hún er seld án umbúða,“ segir Vala. Hótel víða um land nýta sér þann kost og er það liður í þeirra starfi að uppfylla staðla sem umhverfisvænt fyrirtæki auk þess sem það lætur gestum líða eins og þeir séu að sveipa um sig íslenskri náttúru.

Konan að baki Sóley Organics er Sóley Elíasdóttir, en hún starfaði áður sem farsæl leikkona til fjölda ára. Sóley á ekki langt að sækja áhugann og þekkinguna á íslenskum lækningajurtum, því að baki henni standa margir ættliðir grasalækna og nokkrir þeirra hafa orðið meðal þekktustu alþýðuhetja á Íslandi. Það kom því engum á óvart að Sóley skyldi taka upp þráðinn frá langalangömmu sinni, Grasaþórunni (Þórunni Gísladóttur) og hefja framleiðslu húðsnyrtivara eftir aldagamalli uppskrift sem varðveist hafði í fjölskyldu Sóleyjar. Sú uppskrift er grunnurinn að vörulínunni sem inniheldur kraftmiklar íslenskar jurtir sem eru handtíndar af fjölskyldu og vinum Sóleyjar á vottuðum reit við Laugavatn. Fyrirtækið hefur nú verið starfrækt frá 2007.

Lífræn vottun er mikilvægur gæðastimpill

 Sóley Organics er með lífræna vottun og Vala útskýrir fyrir okkur mikilvægi hennar:

 Vottun tryggir hag neytenda. Sóley Organics er með náttúrulega og lífræna vottun frá Ecocert og Tún. Það undirstrikar að þú getir treyst vörumerkinu, en það eru alltaf einhverjir sem reyna að stytta sér leið. Vottunin styður það sem fyrirtækin segja um sig sjálf og við höfum lagt mikið upp úr því að vera með ósvikna vottun.“ Sóley Organics vann strax frá byrjun eftir regluverki lífrænnar vottunar en hún útheimtir mikinn tíma og pening.

Sóley þurfti að leita lengi og prófa sig áfram til að finna náttúruleg rotvarnarefni til að nota í vörurnar og lengja líftíma þeirra. Niðurstaðan varð vönduð blanda af jurtum, vítamínum og ilmkjörnum. „Auðveldast hefði verið að notast við Paraben sem er ódýrasta rotvarnarefnið og því afar algengt í snyrtivörum í dag, það sama má segja um Microbeads sem eru því miður enn mikið notaðar í snyrtivörur, en það eru plastefni sem skolast út í sjó og finnast í neysluvatni og lífverum. Þetta finnur þú ekki í okkar vörum en í staðinn notum við kvarnaða ólífusteina,“ segir Vala og bætir við: „Við sem samfélag erum orðin mun meðvitaðri um matvörur, en eigum lengra í land með húðvörur.“ En eins og Sóley segir sjálf að þá er það sem þú setur á húðina fæða fyrir hana.

„Sölustaðir eru allnokkrir og ber þar fyrstan að telja verslun Sóley Organics að Bæjarhrauni 10 í Hafnarfirði. Vörurnar eru einnig seldar í Heilsuhúsinu, Lyfju, Lyfjum og Heilsu, ÍslandsApóteki, Systrasamlaginu og víðar auk þess sem þær eru fáanlegar víðs vegar um heiminn. Á vefsíðu okkar, www.soleyorganics.com, er bæði hægt að fá nánari upplýsingar um vörurnar og kaupa í vefverslun en við sendum frítt innanlands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt