Á leiðinni út úr Reykjanesfólkvangi

Á leiðinni út úr Reykjanesfólkvangi

Fjallið Arnarfell í Krísuvík.
Fjallið Arnarfell í Krísuvík. mbl.is/ÞÖK

Óvissa er um framtíð Reykjanesfólkvangs. Sveitarfélögin sem eiga aðild að fólkvanginum, en eiga ekki land innan hans, eru að segja sig úr samstarfinu.

Sveitarfélögin sem málið varðar funduðu um málið sl. fimmtudag.

Sverrir Bergmann Magnússon situr í stjórn Reykjanesfólkvangs sem fulltrúi Reykjanesbæjar. „Það hefur ekkert verið staðfest enn þá en umræðan er á þann veg að þau sveitarfélög sem eiga ekki landsvæði innan fólkvangsins eru að fara úr honum. Frekari ákvarðanir hafa ekki verið teknar,“ segir Sverrir og bendir á að staðfesta þurfi þessar ákvarðanir í samráði við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.

Reykjavík, Kópavogur, Vogar og Reykjanesbær eru meðal sveitarfélaga sem hyggjast segja sig úr samstarfinu.

Svæði Reykjanesfólkvangs er sýnt á grafinu hér fyrir neðan.

Kort/mbl.is

Á vefsíðu fólkvangsins segir að hann sé stórt friðlýst svæði tilvalið til útivistar og náttúruskoðunar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert